Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 08. janúar 2021 19:50
Aksentije Milisic
Adam tilnefndur sem besti markvörður í Svíþjóð
Mynd: Getty Images
Adam Ingi Benediktsson, markvörður IFK Gothenburg í Svíþjóð, hefur verið tilnefndur sem besti markvörðurinn í unglingaliðum.

Í fyrsta skipti í sögunni verða veitt verðlaun fyrir bestu leikmenn í unglingaliðum í Svíþjóð og þar er Adam á blaði.

Besti leikmaður unglingaliða verður leikmaður sem hefur sýnt framúrskarandi frammistöðu á leiktíðinni, mikinn þroska og hæfileikaleiðtoga í sínni frammistöðu. Þetta verður líka leikmaður sem hefur náð að brjóta sér leið inn í aðalliðið.

Þeir leikmenn sem vinna þessi verðlaun gætu á næsta tímabilið orðið besti ungi leikmaður ársins í Allsvenskan.

Dómnefndin sem valdi leikmennina eru þeir Thomas Hasselgren og Svante Samuelsson, framkvæmdastjóri akademíunnar og íþróttastjóri hjá sænsku Elite knattspyrnunni, Per Carlander, framkvæmdastjóri hjá Unibet og Anders Falk, styrktarstjóri hjá Unibet.

Adam er einn af þremur markvörðum sem er tilnefndur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner