Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 08. janúar 2021 15:00
Elvar Geir Magnússon
Mætir átrúnaðargoði sínu
Paul Warne.
Paul Warne.
Mynd: Getty Images
Paul Warne, stjóri Rotherham, getur ekki beðið eftir að mæta Everton í FA-bikarnum á morgun.

Ástæðan er sú að hann mun þar hitta átrúnaðargoð sitt, Carlo Ancelotti.

Warne segist þó ekki ætla að fá eiginhandaráritun frá Ancelotti.

„Ég hef gríðarlegt álit á stjóranum þeirra. Að mínu áliti er hann sá besti," segir Warne.

„Af öllum knattspyrnustjórum heimsins er hann mitt mesta átrúnaðargoð. Ég las bókina hans og það eru líkindi milli okkar, ég er ekki öskrandi og æpandi."

„Ég er ekki að segja það að ég taki bókina með mér og biðji um áritun en ég mun klárlega segja honum að ég hafi lesið hana. Hann getur svo lesið mína bók þegar ég skrifa eina eftir nokkur ár."

„Fólk segir að maður eigi ekki að hitta átrúnaðargoð sín en ég lít ekki þannig á."


Athugasemdir
banner
banner
banner