banner
   fös 08. janúar 2021 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Mér finnst algjört bull að það sé verið að spila þessar bikarkeppnir"
Mynd: Getty Images
„Bikarleikirnir fara fram í 3. umferðinni sama hvað, þú þarft bara fjórtán leikmenn. Það þýðir ekkert að kvarta yfir því ef tveir, þrír eða fjórir eru með Covid eins og hefur verið í gangi hjá Fulham og Manchester City. Þetta þýðir ef þú ert með 24 manna hóp í liði sem ekki er í úrvalsdeildinni geta tíu verið greindir þá eiga þeir leikmenn að ferðast landið endilangt til að spila leik. Það lið spilar í ensku úrvalsdeildinni og í sinni sóttvarnarbúbblu, þú mætir og smitar alla leikmenn þar," sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolta.net fyrir tæpri viku síðan.

Hann og Elvar Geir Magnússon ræddu um komandi umferð í ensku bikarkeppninni en leikið er í henni um helgina. Þar mætast lið sem ekkki eru í sóttvarnarbúbblu eins og úrvalsdeildarfélögin og meira að segja lið í deildum sem ekki eru í gangi vegna útgöngubanns.

„Mér finnst algjört bull að það sé verið að spila þessar bikarkeppnir," sagði Elvar.

„Það er svo mikið bull. Ég skil vel að þetta er sú elsta og sú virtasta og þetta má ekki falla niður. Við erum að tala um lið þar sem leikmenn eru ekki atvinnumenn og ekki í bubblum. Nú á að fara hræra í því með bubblunum í efstu tveimur deildunum sem hafa báðar verið að bresta. Þú átt að mæta, annars færðu bara tap," sagði Tómas.

Þessi orð voru sögð áður en Aston Villa og Burnley greindu frá smitum hjá sér í gær.
Útvarpsþátturinn - Man Utd upp að hlið Liverpool og Alex til Svíþjóðar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner