Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 08. janúar 2022 11:28
Brynjar Ingi Erluson
Hafna fréttum um Pogba - „Ekkert samningstilboð á borðinu"
Paul Pogba
Paul Pogba
Mynd: EPA
Talsmaður franska miðjumannsins, Paul Pogba, segir að það sé ekki satt að Manchester United hafi boðið leikmanninum nýjan risasamning.

Þessi 28 ára gamli leikmaður verður samningslaus í sumar en Juventus, Real Madrid og Paris Saint-Germain hafa bæði sýnt því áhuga á að fá hann á frjálsri sölu.

Enska götublaðið The Sun greindi frá því að United vildi alls ekki missa Pogba og hafi boðið honum 500 þúsund pund í vikulaun sem myndi gera hann að langlaunahæsta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar.

Talsmaður Pogba segir þessar fréttir rangar og að United hafi ekki lagt fram nýtt samningstilboð.

„Bara til að svara fréttum síðustu daga þá hefur Paul ekki fengið nýtt samningstilboð á síðustu mánuðum. Paul er einbeittur á að ná sér að fullu eftir meiðsli með það efst í huga að hjálpa liðinu sem allra fyrst," sagði talsmaður Pogba við Daily Mail.
Athugasemdir
banner
banner
banner