Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   mið 08. janúar 2025 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Birna Karen í Þrótt (Staðfest)
Birna Karen Kjartansdóttir.
Birna Karen Kjartansdóttir.
Mynd: Þróttur R.
Birna Karen Kjartansdóttir hefur skrifað undir þriggja ára samning við Þrótt og verður hjá félaginu út árið 2027.

Birna, sem er öflugur varnarmaður, er fædd árið 2007. Hún er uppalinn í Breiðabliki en hefur leikið fyrir Augnablik í neðri deildum undanfarin ár.

Hún hefur æft með Þrótti að undanförnu og staðið sig vel á æfingum.

„Við erum ánægð með að fá Birnu til liðs við okkur, hún er bráðefnileg og myndar ásamt fleiri leikmönnum kjarna sem á eftir að taka við stóru hlutverki í kvennaliði Þróttar á næstu árum. Við bjóðum hana velkomna í Þrótt," segir í tilkynningu frá félaginu.

Þróttur hafnaði í fimmta sæti Bestu deildar kvenna síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner