Manchester City er að skoða framherja fyrir næsta tímabil en Sergio Aguero gæti verið á förum eftir tíu ára veru.
Hinn 32 ára gamli Aguero hefur lítið spilað á tímabilinu vegna meiðsla og veikinda en hann hefur verið orðaður við bæði PSG og Barcelona.
Hinn 32 ára gamli Aguero hefur lítið spilað á tímabilinu vegna meiðsla og veikinda en hann hefur verið orðaður við bæði PSG og Barcelona.
Lionel Messi, Kylian Mbappe, Erling Braut Haaland og Harry Kane hafa allir verið orðaðir við Manchester City í vetur.
The Athletic segir að Romelu Lukaku, framherji Inter, sé einnig á óskalistanum.
Annar leikmaður sem er til skoðunar er Danny Ings, framherji Southampton, en hann hefur skorað 32 mörk í 61 leik með Dýrlingunum og vakið athygli hjá City.
Athugasemdir