Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 08. febrúar 2023 09:25
Elvar Geir Magnússon
Tyrkneskur markvörður lést eftir jarðskjálftann
Mynd: Yeni Malatyaspor
Tyrkneski markvörðurinn Ahmet Eyup Turkaslan lést eftir jarðskjálftann rosalega sem reið yfir heimaland hans. Félag hans, Yeni Malatyaspor, hefur tilkynnt þetta.

Turkaslan varð undir rústum byggingar í jarðskjálftanum. Yfir fimm þúsund manns létu lífið í Tyrklandi og Sýrlandi vegna jarðskjálftans.

Turkaslan var 28 ára gamall og spilaði sex leiki fyrir tyrkneska B-deildarliðið Yeni Malatyaspor eftir að hafa gengið í raðir félagsins 2021.

Óttast var um líf Christian Atsu, fyrrum leikmanns Chelsea og Newcastle, en honum var bjargað undan rústum. Greint var frá því í gær að Atsu væri á lífi en væri slasaður og er á sjúkrahúsi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner