Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   lau 08. febrúar 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Duran um Ronaldo: Eins og að spila FIFA
Jhon Duran skoraði sín fyrstu mörk fyrir Al-Nassr í gær eftir komuna frá Aston Villa í janúar. Liðið vann 3-0 sigur gegn Al-Feiha í sádí arabísku deildinni.

Cristiano Ronaldo varð fertugur á dögunum en hann skoraði þriðja mark liðsins.

Duran er mjög ánægður að vera orðinn liðsfélagi Ronaldo.

„Að fagna með kónginum í fótboltanum er eins og að spila FIFA," skrifaði Duran á X.

Duran gekk til liðs við Al-Nassr fyrir 64 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner