Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 08. mars 2021 11:30
Magnús Már Einarsson
Harry Kewell rekinn frá Oldham
Oldham í ensku C-deildinni hefur rekið knattspyrnustjórann Harry Kewell úr starfi.

Oldham hefur einungis unnið einn af síðustu sex leikjum og hefur sogast nær fallsvæðinu en liðið er í 16. sæti í dag.

Hinn 42 ára gamli Kewell tók við Oldham í ágúst í fyrra.

Kewell, sem er frá Ástralíu, spilaði á sínum tíma með Liverpool og Leeds en hann hefur áður verið stjóri hjá Crawley og Notts County.
Athugasemdir
banner
banner