Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 08. mars 2023 16:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ein allra verstu kaup sem gerð hafa verið
Og Hazard er ekki að fara neitt í sumar
Eden Hazard.
Eden Hazard.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ferill Eden Hazard hjá Real Madrid hefur verið hreint út sagt hörmulegur. Hazard hefur auðvitað glímt við meiðsli en þegar hann hefur spilað þá hefur hann gert afskaplega lítið.

Hazard var stórkostlegur hjá Chelsea áður en hann fór til Spánar en núna er hann bara skugginn af sjálfum sér. Hann átti að vera næsta stjarna spænsku úrvalsdeildarinnar, en hefur engan veginn verið það - ekki komist nálægt því.

Real Madrid borgaði 100 milljónir evra fyrir Hazard fyrir tæpum fjórum árum síðan og gerði leikmaðurinn þá samning við Madrídarstórveldið til 2024. Það er óhætt að segja að um sé að ræða einhver allra verstu kaup sem gerð hafa verið í fótboltasögunni.

Samkvæmt The Athletic þá ætlar Hazard ekki að fara neitt í sumar þrátt fyrir að Real Madrid væri örugglega tilbúið að borga til að losna við hann.

Hazard hefur aðeins spilað 98 mínútur í La Liga á þessu tímabili en hann er launahæsti leikmaðurinn í leikmannahópi Real Madrid og hefur engan áhuga á því að tapa þeim launum. Fjölskyldan hans er líka búin að koma sér vel fyrir í Madríd og þar líður þeim vel.

Hinn 32 ára gamli Hazard er kominn á þann stað að hann er tilbúinn að sætta sig við bekkjarsetu á næsta tímabili; hann er jafnvel tilbúinn að sitja upp í stúku á meðan hann þiggur góð laun í góðu veðri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner