Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   mið 08. mars 2023 19:43
Elvar Geir Magnússon
Hemmi Hreiðars: Erum á töluvert betri stað en fyrir ári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV kom heim úr æfingaferð um síðustu helgi og er búið með tvo leiki af fjórum í riðlakeppni Lengjubikarsins. Liðið hefur unnið þá báða, 5-1 gegn FH og svo 2-0 gegn Leikni í kvöld.

„Það er gott að komast í alvöru fótboltaleiki," sagði Hermann Hreiðarsson við Fótbolta.net eftir sigurinn í Breiðholti í kvöld. Sigurinn gegn FH á sunnudaginn vakti athygli. Hvernig stóð á því að Eyjamenn rúlluðu yfir Hafnfirðinga?

„Við hittum á góðan dag. FH er með hörkulið en það er stutt á milli í fótbolta. Það var kraftur í okkur og menn voru hungraðir í að spila."

Pressan hefur verið að virka vel hjá ÍBV í þessum tveimur leikjum.

„Það hefur verið í forgangi hjá okkur að vinna í henni, það hefur gengið ágætlega. Það er mikill kraftur og orka sem fer í það og menn verða að vera í standi."

Slóvenski miðjumaðurinn Filip Valencic, 31 árs, skoraði fyrra mark ÍBV í kvöld. Hann gekk í raðir Eyjamanna í vetur.

„Hann er hörkuleikmaður, góður fótboltamaður fyrst og fremst. Hann er týpa sem vantaði upp á. Hann gefur okkur möguleika í spilinu," segir Hermann.

Hann var hæstánægður með æfingaferðina en segir liðið ekki vera með neitt opinbert markmið. Liðið sé þó á mun betri stað en fyrir ári síðan en á síðasta tímabili þurftu Eyjamenn að bíða lengi eftir fyrsta sigri sínum á Íslandsmótinu.

„Liðið er á allt öðrum stað en á sama tíma í fyrra, við erum á töluvert betri stað í ár."
Athugasemdir
banner