Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   mið 08. mars 2023 19:43
Elvar Geir Magnússon
Hemmi Hreiðars: Erum á töluvert betri stað en fyrir ári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV kom heim úr æfingaferð um síðustu helgi og er búið með tvo leiki af fjórum í riðlakeppni Lengjubikarsins. Liðið hefur unnið þá báða, 5-1 gegn FH og svo 2-0 gegn Leikni í kvöld.

„Það er gott að komast í alvöru fótboltaleiki," sagði Hermann Hreiðarsson við Fótbolta.net eftir sigurinn í Breiðholti í kvöld. Sigurinn gegn FH á sunnudaginn vakti athygli. Hvernig stóð á því að Eyjamenn rúlluðu yfir Hafnfirðinga?

„Við hittum á góðan dag. FH er með hörkulið en það er stutt á milli í fótbolta. Það var kraftur í okkur og menn voru hungraðir í að spila."

Pressan hefur verið að virka vel hjá ÍBV í þessum tveimur leikjum.

„Það hefur verið í forgangi hjá okkur að vinna í henni, það hefur gengið ágætlega. Það er mikill kraftur og orka sem fer í það og menn verða að vera í standi."

Slóvenski miðjumaðurinn Filip Valencic, 31 árs, skoraði fyrra mark ÍBV í kvöld. Hann gekk í raðir Eyjamanna í vetur.

„Hann er hörkuleikmaður, góður fótboltamaður fyrst og fremst. Hann er týpa sem vantaði upp á. Hann gefur okkur möguleika í spilinu," segir Hermann.

Hann var hæstánægður með æfingaferðina en segir liðið ekki vera með neitt opinbert markmið. Liðið sé þó á mun betri stað en fyrir ári síðan en á síðasta tímabili þurftu Eyjamenn að bíða lengi eftir fyrsta sigri sínum á Íslandsmótinu.

„Liðið er á allt öðrum stað en á sama tíma í fyrra, við erum á töluvert betri stað í ár."
Athugasemdir
banner