Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
   mið 08. mars 2023 19:43
Elvar Geir Magnússon
Hemmi Hreiðars: Erum á töluvert betri stað en fyrir ári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV kom heim úr æfingaferð um síðustu helgi og er búið með tvo leiki af fjórum í riðlakeppni Lengjubikarsins. Liðið hefur unnið þá báða, 5-1 gegn FH og svo 2-0 gegn Leikni í kvöld.

„Það er gott að komast í alvöru fótboltaleiki," sagði Hermann Hreiðarsson við Fótbolta.net eftir sigurinn í Breiðholti í kvöld. Sigurinn gegn FH á sunnudaginn vakti athygli. Hvernig stóð á því að Eyjamenn rúlluðu yfir Hafnfirðinga?

„Við hittum á góðan dag. FH er með hörkulið en það er stutt á milli í fótbolta. Það var kraftur í okkur og menn voru hungraðir í að spila."

Pressan hefur verið að virka vel hjá ÍBV í þessum tveimur leikjum.

„Það hefur verið í forgangi hjá okkur að vinna í henni, það hefur gengið ágætlega. Það er mikill kraftur og orka sem fer í það og menn verða að vera í standi."

Slóvenski miðjumaðurinn Filip Valencic, 31 árs, skoraði fyrra mark ÍBV í kvöld. Hann gekk í raðir Eyjamanna í vetur.

„Hann er hörkuleikmaður, góður fótboltamaður fyrst og fremst. Hann er týpa sem vantaði upp á. Hann gefur okkur möguleika í spilinu," segir Hermann.

Hann var hæstánægður með æfingaferðina en segir liðið ekki vera með neitt opinbert markmið. Liðið sé þó á mun betri stað en fyrir ári síðan en á síðasta tímabili þurftu Eyjamenn að bíða lengi eftir fyrsta sigri sínum á Íslandsmótinu.

„Liðið er á allt öðrum stað en á sama tíma í fyrra, við erum á töluvert betri stað í ár."
Athugasemdir