Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 08. mars 2023 22:09
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Tottenham úr leik á heimavelli
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Tottenham 0 - 0 Milan (0-1 samanlagt)
Rautt spjald: Cristian Romero, Tottenham ('77)


Tottenham er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir markalaust jafntefli á heimavelli gegn Ítalíumeisturum AC Milan.

Tottenham tapaði útileiknum 1-0 í Mílanó og tókst ekki að skora á heimavelli í kvöld.

Tottenham sýndi slaka frammistöðu gegn Milan í kvöld og skapaði litla sem enga hættu gegn sterkri varnarlínu andstæðinganna, sem hafði öruggan Mike Maignan fyrir aftan sig.

Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og miðjumoði og voru gestirnir hættulegri í sínum aðgerðum.

Það lifnaði við leiknum þegar Cristian Romero fékk seinna gula spjaldið sitt á 77. mínútu en tíu leikmönnum Tottenham tókst ekki að jafna. 

Harry Kane komst næst því með skallatilraun í uppbótartíma sem Maignan varði og geystust gestirnir í skyndisókn í kjölfarið. Þar endaði skot Divock Origi í stönginni og Tottenham heppnir að tapa ekki heimaleiknum. 

Milan er fjórða félagið til að tryggja sér þátttökurétt í 8-liða úrslitunum eftir Benfica, Chelsea og FC Bayern.


Athugasemdir
banner
banner