Staðan er markalaus í hálfleik í risaslag FC Bayern gegn Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum í Meistaradeild Evrópu.
Það hefur ríkt þokkalegt jafnræði með liðunum en PSG fékk langbesta færið þegar Vitinha var einn á auðum sjó eftir slæm mistök Yann Sommer. Vitinha var með opið mark fyrir framan sig en ákvað að senda boltann í netið í stað þess að setja kraft í skotið.
Það kom í bakið á Portúgalanum vegna þess að Matthijs de Ligt kom á hörkuspretti og náði að renna sér í boltann og bjarga þannig á marklínu á síðustu stundu.
Bayern vann fyrri viðureignina í París og er með 1-0 forystu. Það sama er uppi á teningnum í London, þar sem gestirnir frá Mílanó eru enn með 0-1 forystu frá fyrri leiknum þegar búið er að flauta til leikhlés.
Hér neðar má svo sjá skilaboð frá Ultras stuðningsmönnum Bayern til moldríku katörsku eigenda PSG.
Sjáðu glæsilega línubjörgun De Ligt
Ça commence en tribune #BAYPSG pic.twitter.com/fj35bQVNA7
— Loïc Tanzi (@Tanziloic) March 8, 2023