Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   fös 10. nóvember 2023 15:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland eða Bandaríkin? - „Stór ákvörðun sem sjálfsagt er ekki auðvelt að taka"
Cole Campbell hefur verið að spila vel með unglingaliði Borussia Dortmund.
Cole Campbell hefur verið að spila vel með unglingaliði Borussia Dortmund.
Mynd: Getty Images
Á landsliðsæfingu.
Á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gífurlega efnilegur leikmaður.
Gífurlega efnilegur leikmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
William Cole Campbell hefur sýnt það á síðustu dögum og vikum hversu virkilega efnilegur leikmaður hann er. Hann hefur verið að gera flotta hluti með ungalingaliði þýska stórveldisins Borussia Dortmund.

Núna í vikunni skoraði hann og lagði upp í 2-2 jafntefli Dortmund gegn Newcastle í Evrópukeppni unglingaliða.

Cole er 17 ára gamall og uppalinn í Bandaríkjunum en hann flutti heim til Íslands árið 2020 og spilaði með FH og Breiðabliki áður en hann gekk í raðir Borussia Dortmund.

Samkvæmt tölfræði Transfermarkt hefur hann komið að níu mörkum í fimmtán leikjum í öllum keppnum með unglingaliði Dortmund.

Campbell á sjö leiki og tvö mörk að baki fyrir U17 ára landslið Íslands, en samkvæmt 433.is er hann að íhuga það að spila fyrir Bandaríkin. Hann var valinn í U19 landslið Íslands í ágúst en tók ekki þátt í því verkefni.

Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ, segir í samtali við Fótbolta.net að hann hafi ekki heyrt af því að Cole ætli frekar að velja Bandaríkin en Ísland.

„Við höfum ekki heyrt það að hann hallist frekar að því að spila með bandaríska landsliðinu frekar en því íslenska," segir Jörundur Áki og heldur áfram:

„Þetta er alfarið í höndum Cole sjálfs og hans fjölskyldu. Við viljum að sjálfsögðu að hann spili fyrir Íslands hönd en við stjórnum því ekki. Við gefum honum bara það svigrúm sem hann þarf til að ákveða sig, þetta er vissulega stór ákvörðun sem sjálfsagt er ekki auðvelt að taka."

Má ekki velja Bandaríkin
Albert Brynjar Ingason og félagar í Gula Spjaldinu ræddu um Cole í síðasta þætti sínum. Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, var í þættinum en hann mætti Cole þegar leikmaðurinn efnilegi spilaði hér á landi.

„Þetta er gæi sem við verðum að fá í íslenska landsliðið. Hann má ekki velja Bandaríkin," sagði Albert Brynjar.

„Ég mætti þessum leikmanni á undirbúningstímabilinu fyrir tímabilið 2022. Þetta var inn í Skessunni. Hann hefur verið 15 ára eða eitthvað. Ég var þarna í hægri bakverði nýbúinn að vera í tíu daga á Tenerife. Hann kemur á mig og ég var kominn með svima. Þetta var rosalegt," sagði Ragi Bragi. „Ég var alveg ringlaður. Hvaða gaur er þetta? Hann er geggjaður."

Albert sagði frá því að hann hefði þjálfað gegn Cole í 2. flokki fyrir nokkrum árum síðan.

„Þetta var úrslitaleikur í bikar og hann spilaði þann leik. Hann fer alltaf inn á völlinn og þú vissir hvert hann var að fara, en hann er með þannig sprengikraft að það er ekki hægt að ráða við hann. Síðan þá er hann búinn að bæta á sig 20 kílóa vöðvamassa," sagði Albert Brynjar.


Athugasemdir
banner
banner