Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 08. apríl 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Mane missti föður sinn ungur - Byggir sjúkrahús til að hjálpa
Mynd: Getty Images
Í dag kemur út heimildarmyndin "Made in Senegal" en hún fjallar um Sadio Mane, leikmann Liverpool. Myndina er hægt að nálgast frítt hjá Rakuten TV.

Þegar Mane var sjö ára gamall lést faðir hans en hann hafði glímt við veikindi. Ekkert sjúkrahús var í heimabæ hans Bambali og faðir Mane fékk því ekki þá hjálp sem hann þurfti.

Tveimur áratugum síðar hefur Mane fjármagnað byggingu á sjúkrahúsi í Bambali en það mun opna eftir hálft ár. Hann hafði áður byggt skóla á sama svæði.

Um 70% af fólki í Bambali glímir við fátækt en Mane segist hafa ákveðið að byggja sjúkrahúsið vegna þess hvernig faðir hans lést.

„Ég man að systir mín fæddist líka heima hjá okkur því það var ekkert sjúkrahús í þorpinu. Þetta var mjög slæmt fyrir alla. Ég vildi byggja sjúkrahús til að gefa fólki von," sagði Mane.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner