Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 08. apríl 2021 15:45
Elvar Geir Magnússon
Arteta eftir 50 leiki - Emery með betri árangur
Það er bras hjá Arteta.
Það er bras hjá Arteta.
Mynd: Getty Images
3-0 tap Arsenal gegn Liverpool síðasta laugardag var fimmtugasti leikur Arsenal undir stjórn Mikel Arteta.

Bersýnilega sást á leiknum að mikið verk er óunnið hjá Arteta á Emirates en liðið er í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Unai Emery var ekki lengi hjá Arsenal en tölurnar tala sínu máli og hann náði betri árangri en Arteta hefur gert.

Arteta vann 21 af 50 fyrstu leikjum sínum, fimm leikjum færra en Emery yfir sama tíma. Þá tapaði Arteta alls sautján leikjum en Emery tólf.

Arsenal hefur skorað 72 mörk í þessum 50 leikjum Arteta en á sama kafla gerði liðið 91 mark undir Emery.

Árangur með Arsenal í 50 leikjum (Síðustu 50)
Wenger: 27 sigrar, 7 jafntefli, 16 ósigrar.
Emery: 25 sigrar, 13 jafntefli, 12 ósigrar
Arteta: 21 sigrar, 12 jafntefli, 17 ósigrar
Athugasemdir
banner
banner
banner