Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. apríl 2021 19:00
Aksentije Milisic
Danski bikarinn: Jón Dagur lék í tapi - Midtjylland vann
Mynd: Getty Images
Fyrri leikirnir í undanúrslitum danska bikarsins fóru fram í kvöld.

Midtjylland og SoenderjyskE mætast í öðru einvíginu og AGF og Randers í hinu.

Midtjylland átti heimaleik gegn SoenderjyskE og vann þar góða 2-0 sigur. Fínt veganesti fyrir útileikinn sem er þann 15. apríl næstkomandi.

Mikael Neville Anderson var ekki í leikmannahópi Midtjylland í dag en hann fór meiddur af velli í síðasta leik liðsins.

AGF fékk þá Randers í heimsókn en gestirnir unnu mjög öflugan 0-2 sigur og eru því í flottum málum fyrir síðari leikinn. Jón Dagur Þorsteinsson spilaði 83. mínútur fyrir AGF í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner