Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   þri 08. apríl 2025 11:49
Innkastið
„Gárungar segja Val horfa til Davíðs“ sem framtíðarkost í þjálfarastöðuna
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Maður er að heyra frá gárungum á Hlíðarenda að mögulega sé Valur að horfa á hann sem næsta þjálfara," segir Valur Gunnarsson um Davíð Smára Lamude, þjálfara Vestra, í Innkastinu.

Davíð mætti með Vestra á Hlíðarenda í fyrstu umferð og náði stigi eftir 1-1 jafntefli. Tómas Þór Þórðarson var einnig í þættinum og segist hafa heyrt umræðu um áhuga Vals á Davíð í lok síðasta tímabils og aftur núna.

„Eftir höfðinu dansa limirnir hjá Vestra. Maður heyrir eru pælingar hjá mönnum sem hafa meira að segja en hinn almenni Valsari," segir Tómas en Davíð Smári hefur sýnt að hann nær upp karakter í sínum liðum.

„Það yrði margt vitlausara. Það hefur verið talað um að það vanti baráttu og ákefð í Valsliðið, að menn sýni að þeir nenni þessu. Ég sé þá nenna þessu með Davíð Smára á hliðarlínunni," segir Valur.

Það er þó tekið fram í þættinum að verið er að tala um Davíð sem mögulegan framtíðarþjálfara Vals, það sé ekki verið að fara að reka Túfa, Srdjan Tufegdzic, eftir eina umferð. Tómas gagnrýnir hinsvegar upplegg Túfa í leiknum gegn Vestra og segir hann hafa verið lengi að bregðast við.

„Upplegg Túfa í þessum leik var með eindæmum skelfilegt og það sem var verra, það tók aldrei neinum breytingum. Eitt er að fara með upplegg í leikinn sem var ekki að ganga upp en að breyta ekki fyrr...," segir Tómas.
Innkastið - Stjörnurnar í sturtu og vonbrigði hjá Val
Athugasemdir
banner