sun 08. maí 2022 11:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aðstoðar Van Nistelrooy hjá PSV - Neitaði tilboði Man Utd
Mynd: EPA

Fred Rutten fyrrum þjálfari Schalke, PSV og Feyenoord hefur verið orðaður við aðstoðarþjálfara stöðuna hjá Manchester United en hann hefur nú neitað að aðstoða Erik ten Hag.


Rutten mun í staðinn aðstoða Ruud Van Nistelrooy fyrrum sóknarmann United en hann hann tekur við sem stjóri PSV í sumar.

„Ég á fjölskyldu, ég á barnabörn. Ég vil hitta þau reglulega. Hjá Manchester United ertu í lest og kemst ekki úr henni. Mig langar að líða vel í því sem ég geri, það geri ég hjá PSV. Það er gaman að eiga barnabörn sem þú getur hitt og spilað fótbolta með," sagði Rutten.

Það telst líklegt að Mitchell van der Gaag, aðstoðarþjálfari Ten Hag hjá Ajax fylgi honum til Manchester.


Athugasemdir
banner
banner
banner