sun 08. maí 2022 20:54
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Samvinna Tonali og Leao kom Milan aftur á toppinn
Sandro Tonali og Rafael Leao voru frábærir í kvöld
Sandro Tonali og Rafael Leao voru frábærir í kvöld
Mynd: EPA
Verona 1 - 3 Milan
1-0 Davide Faraoni ('38 )
1-1 Sandro Tonali ('45 )
1-2 Sandro Tonali ('49 )
1-3 Alessandro Florenzi ('86 )

MIlan endurheimti toppsæti ítölsku deildarinnar í kvöld með 3-1 sigri á Hellas Verona og er liðið nú með tveggja stiga forystu á nágranna þeirra í Inter.

Það greip örlítil hræðsla um leikmenn Milan er Verona komst yfir með marki frá Davide Faraoni á 38. mínútu leiksins. Darko Lazovic átti hárfína sendingu inn í teiginn á Faraoni sem skallaði boltanum í markið.

Undir lok fyrri hálfleiks skoraði Sandro Tonali mikilvægt jöfnunarmark eftir sendingu frá Rafael Leao og þeir félagarnir endurtóku leikinn í byrjun síðari hálfleiks.

Þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum tókst Alessandro Florenzi að gulltryggja sigurinn með góðu marki en stuttu áður hafði Kevin Lasagna hótað jöfnunarmarki en skalli hans fór rétt yfir markið.

Milan endurheimtir því toppsætið á Ítalíu og er nú með 80 stig á toppnum, tveimur stigum meira en Inter þegar tveir leikir eru eftir af deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner