sun 08. maí 2022 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leiknir og Víkingur endurheimta lykilmenn fyrir leikinn í kvöld
Pablo Punyed
Pablo Punyed
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikkel Dahl
Mikkel Dahl
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
í kvöld fer fram lokaleikur fjórðu umferðar í Bestu deild karla þegar Leiknir tekur á móti Víkingi á Domusnova vellinum í Breiðholti.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður í beinni textalýsingu hér á síðunni.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  0 Víkingur R.

Leiknismenn eru að endurheimta danska markahrókinn Mikkel Dahl úr meiðslum. Ákvörðun var tekin fyrir leikinn gegn ÍBV í síðustu umferð að taka enga sénsa með hann þar sem hann væri að koma til baka eftir meiðsli.

Í viðtali í gær sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, frá því að Mikkel væri búinn að æfa alla vikuna og yrði klár í slaginn í dag. Mikkel var markakóngur færeysku deildarinnar í fyrra en á enn eftir að skora með Leikni í sumar. Ofan á það snýr Emil Berger aftur í lið Leiknis eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik.

Þá eru tíðindi frá Víkingi því Pablo Punyed er orðinn klár í slaginn eftir að hafa glímt við meiðsli í upphafi móts. Pablo er í leikmannahópi Víkings í kvöld.



Athugasemdir
banner
banner
banner