Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   mán 08. júní 2020 21:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vilhjálmur: Viljum að leikmenn njóti sín og bæti sig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er góð, við byrjuðum vel og það auðvitað skipti sköpum," sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Augnabliks, eftir 0-5 útisigur á Fjölni í 1. umferð Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  5 Augnablik

Hver eru markmið Augnabliks í sumar?

„Markmiðin eru fyrst og fremst þau að leikmenn bæti sig og taki framförum. Við erum með gríðarlega ungt lið og viljum ekki búa til einhverja pressu í kringum sæti eða eitthvað slíkt. Við viljum miklu frekar að leikmenn njóti sín og bæti sig, það skiptir auðvitað miklu máli fyrir Breiðablik."

Er þá alltaf markmiðið að leikmenn Augnabliks séu að undirbúa sig fyrir framtíð með Breiðabliki?

„Já, það eru markmið Augnabliks. Auðvitað tekst það ekki alltaf, sumir fara aðrar leiðir en við erum að reyna koma okkar leikmönnum út í háskóla eða í önnur lið ef þær komast ekki í meistaraflokk Breiðabliks. Það er gott ef við getum hjálpað þeim að komast í önnur lið líka."

Er Augnabliks liðið í ár betra en liðið sem lék í fyrra?

„Þetta er í sjálfu sér svolítið sama liðið. Þær eru margar árinu eldri og það getur hjálpað okkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner