„Tilfinningin er góð, við byrjuðum vel og það auðvitað skipti sköpum," sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Augnabliks, eftir 0-5 útisigur á Fjölni í 1. umferð Mjólkurbikarsins.
Lestu um leikinn: Fjölnir 0 - 5 Augnablik
Hver eru markmið Augnabliks í sumar?
„Markmiðin eru fyrst og fremst þau að leikmenn bæti sig og taki framförum. Við erum með gríðarlega ungt lið og viljum ekki búa til einhverja pressu í kringum sæti eða eitthvað slíkt. Við viljum miklu frekar að leikmenn njóti sín og bæti sig, það skiptir auðvitað miklu máli fyrir Breiðablik."
Er þá alltaf markmiðið að leikmenn Augnabliks séu að undirbúa sig fyrir framtíð með Breiðabliki?
„Já, það eru markmið Augnabliks. Auðvitað tekst það ekki alltaf, sumir fara aðrar leiðir en við erum að reyna koma okkar leikmönnum út í háskóla eða í önnur lið ef þær komast ekki í meistaraflokk Breiðabliks. Það er gott ef við getum hjálpað þeim að komast í önnur lið líka."
Er Augnabliks liðið í ár betra en liðið sem lék í fyrra?
„Þetta er í sjálfu sér svolítið sama liðið. Þær eru margar árinu eldri og það getur hjálpað okkur."
Athugasemdir