mið 08. júní 2022 13:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron fer fögrum orðum um Ágúst - Þurfti að svara erfiðri spurningu
Ágúst eftir leik með U21 landsliðsins í síðustu viku. Með honum á myndinni er Davíð Snorri, þjálfari U21.
Ágúst eftir leik með U21 landsliðsins í síðustu viku. Með honum á myndinni er Davíð Snorri, þjálfari U21.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Sigurðarson
Aron Sigurðarson
Mynd: Horsens
Aron Sigurðarson gekk í raðir danska félagsins Horsens frá belgíska félaginu Royale Union Saint-Gilloise síðasta haust.

Þegar Aron mætti til Danmerkur tók annar Íslendingur, Ágúst Eðvald Hlynsson, á móti honum.

„Ég talaði við Ágúst sem er núna á láni hjá Val og leist vel á að koma til Horsens. Ég ákvað að stökkva á það," sagði Aron.

„Ágúst tekur á móti mér þegar ég kem, Ágúst er náttúrulega meistari. Það er geðveikt að geta komið inn, hann tekur á móti manni, kemur manni inn í hlutina og maður getur talað íslensku. Við klikkum alveg mjög vel, geðveikur gæi."

„Það var leiðinlegt fyrir mig að hann fór á lán en geggjað fyrir hann. Maður þurfti stundum að knúsa hann extra mikið þegar hann var ekki í hóp og eitthvað svoleiðis."


Ágúst samdi við Val á þessu ári um að leika með liðinu á láni frá Horsens. „Það er geðveikt að sjá hann koma hingað, vera spila alla leiki og vel gert hjá honum að skora mörk í síðasta leik gegn Fram."

Sjá einnig:
Ágúst um Aron: Svekkjandi að hafa ekki fengið að spila meira með honum

Aron sagði frá því að hann hefði að undanförnu spilað í 'áttunni' inn á miðsvæðinu hjá Horsens. Það er sama staða og Ágúst spilar hjá Val.

Aroni var stillt upp við vegg og spurður hvort að hann væri ástæðan fyrir því að Ágúst væri ekki að spila hjá Horsens.

„Nei nei, ég er það ekki. Það var spilað annað kerfi þegar ég kom. Mér var sennilega ætlað að vera á vinstri kantinum í 3-4-3 kerfi. Síðan æxlaðist þetta þannig að ég er færður niður i áttuna og ... já ... skemmtileg spurning. Ég er ánægður með þessa spurningu," sagði Aron og hló.

„En nei nei, vonandi ekki. Annars er það bara samkeppni milli okkar og við verðum að taka því," sagði Aron.
Aron Sig um Horsens, Union og landsliðið - „Pæla ekki allir í því eða?"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner