mið 08. júní 2022 17:00
Elvar Geir Magnússon
Saul kominn aftur til Atletico: Erfitt að breyta öllu
Mynd: EPA
Spænski miðjumaðurinn Saul Niguez segir að það hafi ekki verið auðvelt að „breyta öllu" en hann er nú kominn aftur til Atletico Madrid eftir misheppnað lánstímabil með Chelsea.

Þessi 27 ára leikmaður kom til Chelsea síðasta sumar en lék aðeins tíu úrvalsdeildarleiki.

„Ég vil segja þér hvernig mér leið í þessu ævintýri. Hlutirnir byrjuðu alls ekki vel, eftir langan tíma heima þá var ekki auðvelt að breyta öllu," segir Saul.

Hann lék 33 leiki þegar Atletico vann spænsku deildina 2020-21 áður en hann fór á Stamford Bridge. Hjá enska liðinu lék hann aðeins 23 leiki í öllum keppnum.

„Smátt og smátt urðu hlutirnir betri. Allt í lífinu er til þess gert að bæta sig og læra. Ég tek það úr þessu ævintýri. Ég vil þakka félaginu fyrir að reyna að hugsa út í öll smáatriði til að láta mér finnast ég vera heima. Helst vil ég þó þakka liðsfélögum mínum. Þeir studdu mig og hjálpuðu mér."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner