banner
   mið 08. júní 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin í dag - Belgía þarf sigur og Úkraína klárar Bretlandstúrinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA

Það eru fjórir leikir í Þjóðadeildinni í kvöld, tveir í A-deild og tveir í B-deild.


Belgía og Holland mæta til leiks í A-deildinni þar sem Belgar þurfa helst sigur gegn Pólverjum í kvöld eftir neyðarlegt tap á heimavelli í fyrstu umferð.

Hollendingar geta aftur á móti komið sér í kjörstöðu á toppi riðilsins með sigri í Wales gegn Gareth Bale og félögum sem tryggðu sér sæti á HM með sigri gegn Úkraínu á dögunum.

Í B-deild er Úkraína að taka túr um Bretlandseyjar og heimsækir Írland eftir að hafa unnið í Skotlandi og tapað svo í Wales í undankeppninni fyrir HM. Úkraínumenn voru óheppnir að tapa í Wales og missa þannig af sæti á lokamótinu í Katar.

Skotland mætir þá Armeníu en aðeins einn leikur er búinn í þessum riðli, þar sem Armenar höfðu betur gegn Írlandi í fyrstu umferð. 

UEFA NATIONS LEAGUE A:
18:45 Belgía - Pólland
18:45 Wales - Holland

UEFA NATIONS LEAGUE B:
18:45 Skotland - Armenia
18:45 Írland - Úkraína


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner