Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
banner
   fim 08. júní 2023 22:05
Þorsteinn Haukur Harðarson
Chris Brazell: Galið að spila hérna inni í júní
Lengjudeildin
Chris Brazell, þjálfari Gróttu.
Chris Brazell, þjálfari Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Í fyrsta lagi finnst mér galið að við séum að spila hérna inni í júní," sagði Chriss Brazell, þjálfari Gróttu, eftir 2-2 jafntefli gegn Fjölni í Egilshöll í kvöld. Hann hafði svo ekki sagt sitt síðasta um Egilshöllina.


Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  2 Grótta

"Það er hægt að segja að ég sé að afsaka mig en mér finnst þetta fáránlegt. Hvernig getur íslenskur fótbolti þróast ef tvö lið með góða unga leikmenn þurfa að spila inni í júní. Það er ósanngjarnt fyrir bæði lið og ég er fyrst og fremst ánægður með að komast frá leiknum á þessu grasi án meiðsla."

Þá segist hann nokkuð ánægður með frammistöðuna en er svekktur að hún hafi ekki dugað til sigurs. "Frammistaðan var fín. Við vorum hugrakkir og þetta er betra en við höfum sýnt í seinustu leikjum. Við áttum að vinna leikinn."

"Við viljum ekki að það verði saga tímabilsins að við spilum vel en gerum jafntefli. Það man engin eftir góðum liðum sem vinna ekki."


¨Þá ræddum við um valið á U-19 landsliði Íslands fyrir lokakeppni EM en tveir leikmenn Gróttu, þeir Arnar Daníel Aðalsteinsson og Arnar Númi Gíslason eru í hópnum. "Fyrstu viðbrögð voru vonbrigði að Steinar (Sigurður Steinar Björnsson) hafi ekki verið valinn líka. Hann spilar í hverri viku í þessari deild. Ég hef ekki náð að óska hinum tveimur til hamingju ennþá. Ég vona að þeir haldi áfram að einbeita sér að næstu leikjum og að bæta sig en svo þegar mótið byrjar hlakka ég til að horfa á og ég vona að þeir standi sig vel."

 Að lokum var Chris spurður hvort Grótta muni reyna að færa til leiki á meðan U-19 mótið fer fram "Já. Aðallega því ég sé veðrið úti og hugsa hvað það væri gott að komast í sólina í nokkra daga," sagði Chris í gríni og bætti við. "Við munum pottþétt biðja um frestun."


Athugasemdir
banner
banner