Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 08. júní 2023 22:05
Þorsteinn Haukur Harðarson
Chris Brazell: Galið að spila hérna inni í júní
Lengjudeildin
Chris Brazell, þjálfari Gróttu.
Chris Brazell, þjálfari Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Í fyrsta lagi finnst mér galið að við séum að spila hérna inni í júní," sagði Chriss Brazell, þjálfari Gróttu, eftir 2-2 jafntefli gegn Fjölni í Egilshöll í kvöld. Hann hafði svo ekki sagt sitt síðasta um Egilshöllina.


Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  2 Grótta

"Það er hægt að segja að ég sé að afsaka mig en mér finnst þetta fáránlegt. Hvernig getur íslenskur fótbolti þróast ef tvö lið með góða unga leikmenn þurfa að spila inni í júní. Það er ósanngjarnt fyrir bæði lið og ég er fyrst og fremst ánægður með að komast frá leiknum á þessu grasi án meiðsla."

Þá segist hann nokkuð ánægður með frammistöðuna en er svekktur að hún hafi ekki dugað til sigurs. "Frammistaðan var fín. Við vorum hugrakkir og þetta er betra en við höfum sýnt í seinustu leikjum. Við áttum að vinna leikinn."

"Við viljum ekki að það verði saga tímabilsins að við spilum vel en gerum jafntefli. Það man engin eftir góðum liðum sem vinna ekki."


¨Þá ræddum við um valið á U-19 landsliði Íslands fyrir lokakeppni EM en tveir leikmenn Gróttu, þeir Arnar Daníel Aðalsteinsson og Arnar Númi Gíslason eru í hópnum. "Fyrstu viðbrögð voru vonbrigði að Steinar (Sigurður Steinar Björnsson) hafi ekki verið valinn líka. Hann spilar í hverri viku í þessari deild. Ég hef ekki náð að óska hinum tveimur til hamingju ennþá. Ég vona að þeir haldi áfram að einbeita sér að næstu leikjum og að bæta sig en svo þegar mótið byrjar hlakka ég til að horfa á og ég vona að þeir standi sig vel."

 Að lokum var Chris spurður hvort Grótta muni reyna að færa til leiki á meðan U-19 mótið fer fram "Já. Aðallega því ég sé veðrið úti og hugsa hvað það væri gott að komast í sólina í nokkra daga," sagði Chris í gríni og bætti við. "Við munum pottþétt biðja um frestun."


Athugasemdir
banner
banner
banner