Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
banner
   fim 08. júní 2023 22:05
Þorsteinn Haukur Harðarson
Chris Brazell: Galið að spila hérna inni í júní
Lengjudeildin
Chris Brazell, þjálfari Gróttu.
Chris Brazell, þjálfari Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Í fyrsta lagi finnst mér galið að við séum að spila hérna inni í júní," sagði Chriss Brazell, þjálfari Gróttu, eftir 2-2 jafntefli gegn Fjölni í Egilshöll í kvöld. Hann hafði svo ekki sagt sitt síðasta um Egilshöllina.


Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  2 Grótta

"Það er hægt að segja að ég sé að afsaka mig en mér finnst þetta fáránlegt. Hvernig getur íslenskur fótbolti þróast ef tvö lið með góða unga leikmenn þurfa að spila inni í júní. Það er ósanngjarnt fyrir bæði lið og ég er fyrst og fremst ánægður með að komast frá leiknum á þessu grasi án meiðsla."

Þá segist hann nokkuð ánægður með frammistöðuna en er svekktur að hún hafi ekki dugað til sigurs. "Frammistaðan var fín. Við vorum hugrakkir og þetta er betra en við höfum sýnt í seinustu leikjum. Við áttum að vinna leikinn."

"Við viljum ekki að það verði saga tímabilsins að við spilum vel en gerum jafntefli. Það man engin eftir góðum liðum sem vinna ekki."


¨Þá ræddum við um valið á U-19 landsliði Íslands fyrir lokakeppni EM en tveir leikmenn Gróttu, þeir Arnar Daníel Aðalsteinsson og Arnar Númi Gíslason eru í hópnum. "Fyrstu viðbrögð voru vonbrigði að Steinar (Sigurður Steinar Björnsson) hafi ekki verið valinn líka. Hann spilar í hverri viku í þessari deild. Ég hef ekki náð að óska hinum tveimur til hamingju ennþá. Ég vona að þeir haldi áfram að einbeita sér að næstu leikjum og að bæta sig en svo þegar mótið byrjar hlakka ég til að horfa á og ég vona að þeir standi sig vel."

 Að lokum var Chris spurður hvort Grótta muni reyna að færa til leiki á meðan U-19 mótið fer fram "Já. Aðallega því ég sé veðrið úti og hugsa hvað það væri gott að komast í sólina í nokkra daga," sagði Chris í gríni og bætti við. "Við munum pottþétt biðja um frestun."


Athugasemdir
banner