Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   fim 08. júní 2023 22:05
Þorsteinn Haukur Harðarson
Chris Brazell: Galið að spila hérna inni í júní
Lengjudeildin
Chris Brazell, þjálfari Gróttu.
Chris Brazell, þjálfari Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Í fyrsta lagi finnst mér galið að við séum að spila hérna inni í júní," sagði Chriss Brazell, þjálfari Gróttu, eftir 2-2 jafntefli gegn Fjölni í Egilshöll í kvöld. Hann hafði svo ekki sagt sitt síðasta um Egilshöllina.


Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  2 Grótta

"Það er hægt að segja að ég sé að afsaka mig en mér finnst þetta fáránlegt. Hvernig getur íslenskur fótbolti þróast ef tvö lið með góða unga leikmenn þurfa að spila inni í júní. Það er ósanngjarnt fyrir bæði lið og ég er fyrst og fremst ánægður með að komast frá leiknum á þessu grasi án meiðsla."

Þá segist hann nokkuð ánægður með frammistöðuna en er svekktur að hún hafi ekki dugað til sigurs. "Frammistaðan var fín. Við vorum hugrakkir og þetta er betra en við höfum sýnt í seinustu leikjum. Við áttum að vinna leikinn."

"Við viljum ekki að það verði saga tímabilsins að við spilum vel en gerum jafntefli. Það man engin eftir góðum liðum sem vinna ekki."


¨Þá ræddum við um valið á U-19 landsliði Íslands fyrir lokakeppni EM en tveir leikmenn Gróttu, þeir Arnar Daníel Aðalsteinsson og Arnar Númi Gíslason eru í hópnum. "Fyrstu viðbrögð voru vonbrigði að Steinar (Sigurður Steinar Björnsson) hafi ekki verið valinn líka. Hann spilar í hverri viku í þessari deild. Ég hef ekki náð að óska hinum tveimur til hamingju ennþá. Ég vona að þeir haldi áfram að einbeita sér að næstu leikjum og að bæta sig en svo þegar mótið byrjar hlakka ég til að horfa á og ég vona að þeir standi sig vel."

 Að lokum var Chris spurður hvort Grótta muni reyna að færa til leiki á meðan U-19 mótið fer fram "Já. Aðallega því ég sé veðrið úti og hugsa hvað það væri gott að komast í sólina í nokkra daga," sagði Chris í gríni og bætti við. "Við munum pottþétt biðja um frestun."


Athugasemdir
banner
banner