Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   fim 08. júní 2023 17:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hazard íhugar að leggja skóna á hilluna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eden Hazard, sem komst að samkomulagi við Real Madrid um riftun á samningi fyrr í þessum mánuði, er sagður vera að íhuga það alvarlega að leggja skóna á hilluna.

Frá þessu greinir Mundo Deportivo. Hann átti eitt ár eftir af samningi sínum við Real.

Tími Hazard hjá Real var gjörsamlega misheppnaður og einkenndist hann af meiðslum. Hazard var á mjög háum launum en gat ekki sýnt sömu takta og hann gerði með Chelsea.

Frammistaða hans hjá Chelsea á Englandi varð til þess að Real pungaði út fúlgum fjár til að kaupa hann lausan og ofan á það gerði liðið risasamning við Belgann.

Hazard er 32 ára gamall og lék einungs 392 mínútur á liðinni leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner