„Aldrei það sem vildum koma hingað og gera, ekki í neinum leik,'' segir Perry Mclachlan, þjálfari KR, eftir 6-1 tapi gegn HK í 6. umferð Lengjudeild kvenna í dag.
Lestu um leikinn: HK 6 - 1 KR
„Það er alltaf erfitt að koma hingað til þess að spila. HK er eitt af sterkustu lið deildarinnar, en við plönuðum alls ekki fyrir 6-1 tapi.''
„Viljan hjá HK var þarna frá byrjun og það að HK skoraði snemma mark breytir hugafari leiksins. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna á sem hópur og passa upp á að hausin fari ekki niður þegar við lendum undir snemma,''
„Við erum með ungt lið sem hefur verið sett saman í seinustu sex mánuði. Í nóvember vorum við með fjóra leikmenn og við þurftum bara að byggja lið fyrir deildina,''
„Þetta er verkefni og verkefni er ekki klárað á sex mánuðum. Þetta er verkefni sem getur tekið eitt, tvö eða þrjú ár og við erum bara í byrjuninni. ''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.