Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   lau 08. júní 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Vann EM og er nú á leið til Leverkusen
Andrea Natali
Andrea Natali
Mynd: Getty Images
Ítalski miðvörðurinn Andrea Natali er að ganga til liðs við Bayer Leverkusen frá Barcelona, aðeins nokkrum dögum eftir að hafa unnið Evrópumót U17 ára landsliða.

Þessi 16 ára gamli leikmaður er uppalinn hjá AC Milan en hélt til Spánar árið 2021.

Þá samdi hann við Espanyol, en eftir að hafa staðið sig vel þar var hann fenginn til Barcelona.

Natali var ótúlega mikilvægur hluti af ítalska U17 ára landsliðinu sem vann Portúgal í úrslitaleik Evrópumótsins á dögunum.

Frammistaða hans þar vakti mikla athygli, svo mikla að Bayer Leverkusen hafði um leið samband við leikmanninn og er nú að ganga frá viðræðum.

Talið er að hann verði orðinn leikmaður Leverkusen á allra næstu dögum, en hann kemur á frjálsri sölu þar sem samningur hans við Börsunga rennur út í lok mánaðar.
Athugasemdir
banner