Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
Rúnar: Fékk aldrei önnur skilaboð en að þurfa að vinna deildina þegar ég var í KR
Skoraði gegn uppeldisfélaginu - „Frekar valið þetta mark heldur en þrjú önnur"
Birna Kristín: Maya hljóp og hljóp og hljóp
Árni Freyr: Þetta er skellur
Venni: Þurfum að kýla í gang betri niðurstöður á heimavelli
Jóhann Birnir: Ég gef honum líka heiðurinn af þessu
Kári Sigfússon: Búinn að æfa þetta síðan að ég var krakki
Óli Hrannar: Keflavík er bara margfalt betra lið heldur en við í dag
„Það er verra að tapa leikjum en vinna þá"
Sandra Sig: Viltu heiðarlegt svar?
Donni: 0-0 hefðu verið sanngjörn úrslit
John Andrews: Höfum spilað vel í síðustu fjórum leikjum
Óskar Smári: Við grétum aðeins saman ég og systir mín
Kristján Guðmunds: Eigum að fá meira úr því sem við erum að gera
Gylfi Tryggva: Verður ekki sýndur á mörgum heimilum í vikunni
Dominic Ankers: Heppnin var ekki með okkur í þetta skipti
   mán 08. júlí 2019 21:53
Egill Sigfússon
Davíð Þór: Þungu fargi af okkur létt
Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH
Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH vann 1-0 sigur á Víkingi á Kaplakrikavelli í 12.umferð Pepsí Max-deildar karla í kvöld. Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH sagði þungu fargi af þeim létt að vinna loksins leik í deildinni.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Víkingur R.

„Þetta eru bara frábær úrslit fyrir okkur, við vorum ekki búnir að vinna leik í deildinni frá því 20.maí þannig að það er þungu fargi af okkur létt. Það voru kaflar þar sem við spiluðum vel og kaflar þar sem við lentum í basli með gott lið sem Víkingur er. Það er ótrúlega ljúft að vinna 1-0 og halda markinu hreinu. Við höfum verið að tala um það að við verðum að fara loka fyrir markið og nú höfum við haldið hreinu tvo leiki í röð."

Davíð hefur glímt við hnémeiðsli í vetur og í upphafi tímabils en er nú búinn að spila tvo heila leiki í röð og segir hnéið mun betra en það hefur verið.

„Hann er bara þokkalega góður, ég hef verið í smá brasi með hnéið á mér en það er mun betra núna en það var í vetur og í upphafi tímabils."
Athugasemdir
banner
banner