Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 08. júlí 2020 19:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu aukaspyrnumark David Silva: Eriksen og Gylfi næstir
Dubravka kom engum vörnum við.
Dubravka kom engum vörnum við.
Mynd: Getty Images
David Silva er að kveðja Manchester City eftir tímabilið. Hann er búinn að vera í tíu ár hjá félaginu og mun leita á önnur mið í sumar.

Silva átti stórkostlegan leik þegar City fór með sigur af hólmi gegn Newcastle, 5-0, í ensku úrvalsdeildinni í dag. Silva skoraði eitt og lagði upp tvö.

Markið skoraði Silva beint úr aukaspyrnu. Það má sjá með því að smella hérna. Það er spurning hvort þetta hafi verið hans síðasta mark á Etihad-vellinum.

Silva er núna búinn að leggja upp tíu mörk í öllum keppnum á öllum tíu tímabilum sínum hjá Man City. Hann er þá búinn að koma að 151 marki í ensku úrvalsdeildinni, það er að segja með stoðsendingu eða með því að koma boltanum yfir línuna sjálfur.

Frá því að Silva kom í ensku úrvalsdeildina er hann sá miðjumaður sem hefur komið að flestum mörkum í deildinni. Næstir á eftir honum eru Christian Eriksen og Gylfi Þór Sigurðsson.


Athugasemdir
banner
banner