Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. júlí 2021 22:25
Ívan Guðjón Baldursson
Pau Lopez til Marseille (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Franska félagið Marseille er búið að staðfesta komu spænska markvarðarins Pau Lopez á lánssamningi frá AS Roma.

Lopez var keyptur til Roma fyrir tveimur árum en þykir ekki nægilega góður fyrir félagið. Hann var í byrjunarliðsbaráttu við hinn 37 ára gamla Antonio Mirante á síðustu leiktíð en nú hafa Rómverjar ákveðið að leita til portúgalska landsliðsmarkvarðarins Rui Patricio.

Lopez er 26 ára gamall og lék fyrir Espanyol og Real Betis á Spáni áður en hann flutti til Rómar. Þar áður var hann að láni hjá Tottenham í eitt tímabil en fékk ekki tækifæri í ensku úrvalsdeildinni.

Hann á tvo leiki að baki fyrir A-landslið Spánar og gæti reynst mikilvægur hlekkur í liði Marseille ef honum tekst að rifja upp gömlu taktana frá dvöl sinni í La Liga.

Roma er að krækja í Patricio frá Wolves, en Úlfarnir eru að ná í samlanda hans Jose Sá frá Olympiakos.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner