„Ég er hrikalega sáttur með þessa frammistöðu og mér fannst við hafa alla stjórn hér í dag." Segir Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra eftir sigur á Þrótti í dag.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 - 2 Vestri
Vestri lenti undir og náði að sýna karakter og snúa þessu við.
„Þetta er karakter en við slökkvum á okkur í markinu. Rafael á að gera betur í markinu. Við vorum betri á boltann en Þróttararnir. Þeir sækja hratt og skora flest sín mörk í transition. Þeir fylla boxið vel en við réðum vel við það í dag. Þeir ógnuðu vinstra meginn en við breyttum smá of eftir það réðum við betur við þá. Við vorum vel undirbúnir og verðskulduðum sigur í dag.
Seinasti Leikur Vestra var tap gegn botnliði Ægis.
„Þetta var svart og hvítt. Við vorum ekki nógu aggresívir gegn þeim og stigum ekki upp. Ægisliðið er sterkt lið og vildu þetta meira en við. Eitthvað vanmat þurfum við að taka af borðinu Ægismenn eru bara sterkir. En í dag fögnum við sterkum sigri."
Næsti leikur er hörkuleikur gegn ÍA.
„Við höfum sýnt að við getum unnið öll lið og tapað gegn öllum. Ef við mætum hungraðir getum við unnið þann leik."
Athugasemdir






















