Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   lau 08. júlí 2023 16:47
Kjartan Leifur Sigurðsson
Davíð Smári: Getum unnið öll lið
Lengjudeildin
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er hrikalega sáttur með þessa frammistöðu og mér fannst við hafa alla stjórn hér í dag." Segir Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra eftir sigur á Þrótti í dag.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  2 Vestri

Vestri lenti undir og náði að sýna karakter og snúa þessu við.

„Þetta er karakter en við slökkvum á okkur í markinu. Rafael á að gera betur í markinu. Við vorum betri á boltann en Þróttararnir. Þeir sækja hratt og skora flest sín mörk í transition. Þeir fylla boxið vel en við réðum vel við það í dag. Þeir ógnuðu vinstra meginn en við breyttum smá of eftir það réðum við betur við þá. Við vorum vel undirbúnir og verðskulduðum sigur í dag.

Seinasti Leikur Vestra var tap gegn botnliði Ægis.

„Þetta var svart og hvítt. Við vorum ekki nógu aggresívir gegn þeim og stigum ekki upp. Ægisliðið er sterkt lið og vildu þetta meira en við. Eitthvað vanmat þurfum við að taka af borðinu Ægismenn eru bara sterkir. En í dag fögnum við sterkum sigri."

Næsti leikur er hörkuleikur gegn ÍA.

„Við höfum sýnt að við getum unnið öll lið og tapað gegn öllum. Ef við mætum hungraðir getum við unnið þann leik."


Athugasemdir