Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
banner
   mán 08. júlí 2024 15:00
Elvar Geir Magnússon
Greenwood færist nær Marseille
Mynd: Getty Images
Mason Greenwood færist nær Marseille en franska félagið er í virku samtali við Manchester United um kaup á enska sóknarmanninum.

Guardian segir að viðræðum miði vel áfram en United verðleggur hann á 40 milljónir punda.

Manchester United hefur hafið æfingar fyrir komandi tímabil en Greenwood tekur ekki þátt í æfingum Erik ten Hag. Hann hefur ekki æft með United síðan hann var handtekinn 2022, ásakaður um nauðgun.

Málið gegn honum var látið niður falla en hann skoraði tíu mörk í 36 leikjum með Getafe þar sem hann spilaði á síðasta tímabili.

Valencia og fleiri félög hafa sýnt þessum 22 ára leikmanni áhuga. Hann spilaði síðast fyrir United í janúar 2022 en er með samning til 2025.
Athugasemdir
banner
banner