Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mán 08. júlí 2024 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Króatískur sóknarmaður til Keflavíkur (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Prigorski
Keflavík staðfesti í dag þau tíðindi að króatískur framherji væri búinn að skrifa undir samning við félagið.

Fótbolti.net greindi fyrst frá því í útvarpsþættinum að Michael Mladen væri á leið til félagsins og hefur það nú verið staðfest.

Michael eða Mihael er 24 ára gamall og lék síðast fyrir Radnik Krizevci í heimalandi sínu. Hann hefur allan sinn feril leikið í Króatíu.

Keflavík er í 9. sæti Lengjudeildarinnar eftir ellefu leiki, fjórum stigum frá sæti í umspilinu og tólf stigum á eftir toppliði Fjölnis. Keflavík var spáð upp úr Lengjudeildinni í vor.

Næsti leikur liðsins fer fram á fimmtudag þegar Grótta kemur í heimsókn.


Athugasemdir
banner
banner
banner