Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 08. ágúst 2020 14:25
Brynjar Ingi Erluson
Juventus íhugar að ráða Pirlo
Mynd: Getty Images
Eigendur ítalska félagsins Juventus íhuga að ræða Andrea Pirlo sem næsta þjálfara aðalliðsins en Sky Sports á Ítaíu greinir frá þessu.

Pirlo var mikilvægur hlekkur í liði Juventus frá 2011 til 2015 en hann kom á frjálsri sölu frá AC Milan.

Hann ákvað að fara menntaveginn eftir ferilinn og er hann formlega kominn með þjálfararéttindi.

Pirlo tók við U23 ára liði Juventus á dögunum en liðið spilar í Seríu C en nú gæti hann tekið á sig stærra hlutverk.

Maurizio Sarri var rekinn frá Juventus í dag eftir að liðið datt úr Meistaradeildinni og greinir Sky Sports frá því að eigendur Juventus gætu ráðið hann í þjálfarastöðuna.

Mauricio Pochettino, Simone Inzaghi, Lucian Spalletti og Zinedine Zidane hafa allir verið orðaðir við stöðuna.
Athugasemdir
banner
banner
banner