Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   lau 08. ágúst 2020 21:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Magnaður Lewandowski í hóp með Messi og Ronaldo
Robert Lewandowski hefur átt magnað tímabil fyrir Bayern München. Maðurinn hættir ekki að skora.

Hann skoraði tvö mörk í kvöld þegar Bayern lagði Chelsea og komst í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.

Lewandowski er núna búinn að skora 53 mörk í 44 leikjum á tímabilinu, þar af 13 í Meistaradeildinni.

Hann komst í hóp með Cristiano Ronaldo og Lionel Messi í kvöld. Þeir þrír eru einu leikmennirnir sem hafa skorað 13 mörk eða meira á einu tímabili í Meistaradeildinni.

Hinn 31 árs gamli Lewandowski hefur átt magnað tímabil, líklega hans besta á ferlinum. Ákveðið var að hætta við Ballon d'Or verðlaunin í ár vegna kórónuveirufaraldursins, en Lewandowski hefði klárlega gert tilkall í að vinna verðlaunin.


Athugasemdir
banner