KR tók á móti FH á Meistaravöllum nú í kvöld þegar 16. umferð Pepsi Max deildar karla hélt áfram göngu sinni.
Eftir að hafa lent undir snemma í leiknum með marki frá Matthías Vilhjálmssyni þá jafnaði Stefán Árni Geirsson þega korter var liðið af leiknum og þar við sat.
Eftir að hafa lent undir snemma í leiknum með marki frá Matthías Vilhjálmssyni þá jafnaði Stefán Árni Geirsson þega korter var liðið af leiknum og þar við sat.
Lestu um leikinn: KR 1 - 1 FH
„Það er súrt að ná ekki að pota inn einu sigurmarki þegar við erum einum fleirri í 20-30 mínútur en fram að því bara jafn leikur og barátta," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir leikinn í kvöld.
„Kannski aðeins búið að vera sagan okkar í síðustu tveim leikjum að við náum ekki að nýta færin og við kannski sköpuðum okkur ekki eins mikið í dag og við sköpuðum í síðasta leik en engu að síður þá sköpuðum við alveg nóg til að vinna".
„Menn eru ennþá að berjast og hlaupa og vilja. Mig fannst kannski vanta örlítið meiri kraft í dag en það tók mikinn toll að spila við Val fyrr í vikunni og við höfum ekki mikla breidd eins og staðan er núna," sagði Rúnar Kristinsson aðspurður um hvað hann gæti tekið úr þessum leik.
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir