Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 08. ágúst 2022 11:00
Brynjar Ingi Erluson
„Þegar á móti blæs, þá hvessir allsvakalega"
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH hefur ekki skorað í síðustu fimm deildarleikjum sinum undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen en liðið er aðeins einu stigi frá fallsæti þegar sextán leikir eru búnir af Bestu deildinni.

Lestu um leikinn: FH 0 -  3 KA

Liðið tapaði fyrir KA á Kaplakrikavelli í gær, 3-0, en liðið hefur aðeins gert tvö mörk í deildinni frá því Eiður tók við í júní.

Bæði mörkin komu í 1-1 jafnteflum gegn ÍA og Stjörnunni. Þegar liðið hefur sótt hefur vantað meiri áræðni og betri ákvarðanatöku í færunum.

Eiður talaði um það í viðtali við Fótbolta.net í gær um stöðuna enn hann segir að leikmenn liðsins gætu verið að ofhugsa hlutina, enda er liðið á vondum stað miðað við gengi liðsins tímabilin á undan.

„Þegar þú ert kominn í örvæntingastöðu þá hættir þú að taka réttar ákvarðanir og í rauninni farinn að ofhugsa hlutina. Ég veit það ekki, hef ekki séð þessi færi sem við sköpuðum, en ég er ágætlega sáttur við hvernig við komum út í seinni hálfleik. Þegar á móti blæs þá hvessir, all svakalega," sagði Eiður.

Næsti leikur FH er gegn ÍBV og verður það rosalega stór leikur í þessari fallbaráttu sem er búin að myndast.
Eiður Smári: Nánast sá ég hjartað úr mínu liði bara sökkva
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner