Líklegt er að sóknarmaðurinn Guðmundur Andri Tryggvason verði seldur frá Val fyrir gluggalok en samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur KR gert tilboð í leikmanninn.
FH og Víkingur hafa einnig sýnt þessum 24 ára leikmanni áhuga.
KR, sem hefur verið að vinna í því að fá uppalda leikmenn heim, hefur mikinn áhuga á því að endurheimta Guðmund Andra.
FH og Víkingur hafa einnig sýnt þessum 24 ára leikmanni áhuga.
KR, sem hefur verið að vinna í því að fá uppalda leikmenn heim, hefur mikinn áhuga á því að endurheimta Guðmund Andra.
Guðmundur Andri hefur ekki náð að standa undir væntingum frá komu sinni til Vals en hann var keyptur á háa upphæð frá Start í Noregi vorið 2021. Búist var við talsvert miklu eftir að hann lék virkilega vel með Víkingi tímabilið 2019. Samningur hans við Val rennur út eftir tímabilið.
Athugasemdir