„Við erum að ná fókus, þetta verður allt öðruvísi leikur. Við þurfum að vinna þennan leik," segir Höskuldur Gunnlaugsson, leikmaður Breiðabliks og U21-landsliðsins.
Íslenska U21-landsliðið er með fullt hús eftir tvo leiki í undankeppni EM. Liðið vann glæsilegan sigur gegn Frökkum á dögunum og mætir Norður-Írlandi klukkan 16:30 í dag á Fylkisvelli.
Höskuldur ræddi við Fótbolta.net á æfingu í gær og viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir