Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 08. september 2020 09:00
Magnús Már Einarsson
Martínez: Hef hrifist af því sem Ísland hefur gert
Icelandair
Roberto Martinez
Roberto Martinez
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hef hrifist af því sem Ísland hefur gert undanfarin ár," sagði Roberto Martínez, þjálfari Belga, á fréttamannafundi í gær.

Ísland heimsækir Belga í Þjóðadeildinni í kvöld klukkan 18:45. Ísland tapaði 2-0 gegn Belgíu í Brussel árið 2018 og 3-0 á Laugardalsvelli sama ár. Martínez reiknar með erfiðum leik í kvöld.

„Þegar við mættum þeim síðast var þjálfarinn (Erik Hamren) nýtekinn við. Maður sér handbragð hans á liðinu hér. Þeir eru mjög vel skipulagðir varnarlega," sagði Martínez í viðtali sem Vísir birtir.

Belgar unnu Dani 2-0 á laugardaginn á meðan Ísland tapaði 1-0 gegn Englandi.

„Þeir voru óheppnir að ná ekki góðum úrslitum gegn Englandi. Ég býst við svipuðum leik á morgun. Þeir munu verjast vel og reyna að refsa okkur í skyndisóknum."

„Við þurfum að verjast vel eins og gegn Danmörku og síðan þurfum við að geta brotið þetta lið niður. Þeir eru alltaf að vaxa. Þeir eru án nokkurra leikmanna en þeir eru með gott skipulag og mikla orku sem gerir þá góða varnarlega."


Hér að neðan má sjá Martínez tala meira um íslenska liðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner