Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 08. september 2021 20:59
Brynjar Ingi Erluson
Þórir Jóhann eftir leikinn: Ég er mjög þreyttur
Icelandair
Þórir Jóhann með boltann gegn Þjóðverjum
Þórir Jóhann með boltann gegn Þjóðverjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórir Jóhann Helgason átti fínan glugga með íslenska landsliðinu í undankeppninni í september en Edda Sif Pálsdóttir ræddi við hann á RÚV eftir 4-0 tapið gegn Þjóðverjum.

Þórir var frábær með FH-ingum í sumar og samdi síðan við ítalska B-deildarfélagið Lecce.

Hann var tekinn inn í hópinn fyrir landsleikina í september og kom með ferskleika inn í liðið. Hann var í byrjunarliðinu í kvöld og var eðlilega búinn á því eftir baráttuna gegn einu besta liði heims.

„Ég er mjög sáttur að fá tækifæri hérna og mér fannst við spila þokkalega en hundleiðinlegt að tapa. Það gerist í fótbolta og áfram gakk."

„Þetta eru mjög stór nöfn. Við spáðum ekkert í því fyrir leikinn, þetta eru bara ellefu treyjur inn á vellinum og þú ert að spila fótbolta, en að spila á móti svona stórum köllum og góðum fótboltamönnum er alltaf skemmtilegt."


Edda spurði hann út í það hvort það hafi komið honum á óvart hversu hratt hann hefur komið sér í byrjunarlið landsliðsins en þá var hann orðinn ansi þreyttur.

„Nei, alls ekki eða jújú. Ég er mjög þreyttur," sagði Þórir undir lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner