mið 08. september 2021 18:02
Brynjar Ingi Erluson
Úrvalsdeildin reynir að leysa málin - Gætu fengið að spila um helgina
Þremenningarnar gætu spilað gegn Leeds
Þremenningarnar gætu spilað gegn Leeds
Mynd: EPA
Þeir ellefu leikmenn sem ferðuðust ekki í landsliðsverkefni í september gætu fengið að spila um helgina en enska úrvalsdeildin vinnur að því að finna lausn fyrir komandi umferð.

Alls voru átta Brasilíumenn sem fóru ekki í verkefnin en Liverpool á þar þrjá fulltrúa, þá Fabinho, Alisson og Roberto Firmino. Man City átti tvo, Gabriel Jesus og Ederson, á meðan Chelsea var með Thiago Silva, Man Utd með Fred og Leeds með Raphinha.

Richarlison fór ekki í verkefnið en fékk undanþágu þar sem hann tók þátt á Ólympíuleikunum.

FIFA hefur meinað öllum hinum að spila um helgina og sett þá í fimm daga bann en Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, segir að þessi máli gætu verið leyst fyrir helgina.

Hann hefur sent úrvalsdeildarfélögunum bréf og segir að unnið sé að lausn og því sé möguleiki á að leikmennirnir fái að spila um helgina.
Athugasemdir
banner
banner