Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 08. september 2022 08:00
Elvar Geir Magnússon
Rashford fær nýjan samning - Potter formlega boðið starfið hjá Chelsea
Powerade
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: Getty Images
Graham Potter.
Graham Potter.
Mynd: Getty Images
Mykhailo Mudryk.
Mykhailo Mudryk.
Mynd: EPA
Rashford, Redmond, Luiz, Icardi, Mata, Tuchel og Potter í slúðurpakkanum í dag. BBC tekur saman allt það helsta úr ensku götublöðunum og víðar.

Manchester United er tilbúið að hefja viðræður við Marcus Rashford (24) um nýjan samning eftir flotta frammistöðu hans í upphafi þessa tímabils. (Sun)

Enski vængmaðurinn Nathan Redmond (28) hjá Southampton er á leið í læknisskoðun hjá Besiktas áður en tyrkneska glugganum verður lokað í kvöld. (Turkish Football)

Juventus undirbýr hreint skiptitilboð í brasilíska miðjumanninn Douglas Luiz (24) hjá Aston Villa sem myndi fá ítalska sóknarmanninn Moise Kean (22) í staðinn. (JuveLuve)

Búist er við því að Luiz yfirgefi Villa á frjálsri sölu næsta sumar, þegar samningur hans rennur út. (UOL)

Portúgalski vængmaðurinn Ivan Cavaleiro (28), leikmaður Fulham, er að ganga frá lánssamningi við tyrkneska félagið Alanyaspor. (Mail)

Galatasaray hefur komist að samkomulagi við Paris St-Germain um lánssamning fyrir argentínska sóknarmanninn Mauro Icardi (29). (Fabrizio Romano)

Juan Mata (34), fyrrum leikmaður Manchester United, er einnig á leið til Galatasaray. (Ali Naci Kucuk)

Thomas Tuchel brá þegar hann var rekinn frá Chelsea og bað stjórnendur félagsins um að fá meiri tíma til að rétta skútuna við. (Sun)

Brottrekstur Tuchel kostar félagið um 15 milljónir punda. Tuchel fær 13 milljónir punda í starfslokasamning og hans aðstoðarmenn 2 milljónir punda. (Mail)

Brighton mun fá 20 milljónir punda ef Graham Potter tekur við Chelsea. (Mirror)

Chelsea hyggst formlega bjóða Potter starfið í dag og reiknað er með því að Englendingurinn stýri hádegisleiknum gegn Fulham á laugardag. (Mail)

Crystal Palace hefur boðið Wilfried Zaha (29) nýjan samning en Fílabeinsstrendingurinn er á lokaári núgildandi samnings. (Sun)

Everton mun ólíklega reyna að fá markvörð á frjálsri sölu þó Jordan Pickford (28) verður frá í mánuð vegna meiðsla í læri. (Sky Sports)

Barcelona segir það ekki rétt að félagið hafi hafnað tilboði frá Gerard Pique (35) í Barca Studios. (ESPN)

Shaktar Donetsk vill fá meira en 30 milljónir punda fyrir úkraínska vængmanninn Mykhaylo Mudryk (21) en Everton og Arsenal hafa áhuga á honum. (Gianluca di Marzio)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner