Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. september 2022 15:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáði rétt fyrir um hvað myndi gerast hjá Östersund eftir Potter
Haraldur Björnsson.
Haraldur Björnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Graham Potter tók við í dag sem stjóri Chelsea. Hann skrifaði undir fimm ára samning við félagið.

Potter er 47 ára og hefur verið að gera spennandi hluti í þjálfun. Hann var ekki stórkostlegur leikmaður en hefur gert eftirtektarverða í þjálfun, mjög svo.

Hann tók við Östersund i D-deildinni í Svíþjóð í janúar 2011 og kom liðinu upp í þá efstu, gerði það að bikarmeisturum og í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Hann var eitt ár hjá Swansea áður en hann tók við Brighton 2019. Hjá Brighton innleiddi hann skemmtilegan leikstíl sem skilaði liðinu einnig góðum árangri.

Núna er hann tekinn við Chelsea, en það er einn íslenskur leikmaður sem hefur spilað undir hans stjórn. Það er markvörðurinn Haraldur Björnsson sem spilar núna með Stjörnunni.

Haraldur var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net árið 2018 þar sem hann talaði ansi vel um Potter.

„Ég held að þetta sé bara 100% heiður þjálfarans. Hann og teymið hans hafa gert þetta frábærlega og vilja alltaf bæta sig og liðið. Hvernig þeir finna leikmenn og fá þá til sín og greina andstæðingana. Þessi árangur næst án þess að félagið sé að spreða peningum, liðið er að missa bestu mennina sína. Þegar hann fer frá Östersund verður mjög erfitt fyrir liðið að finna mann í hans stað," sagði Haraldur um Potter.

Það var mjög rétt hjá honum því núna er Östersund á botni B-deildarinnar í Svíþjóð eftir magnaðan tíma undir stjórn þess enska.

Það verður áhugavert að sjá hvernig honum farnast með Chelsea en hann hefur gert afskaplega vel á ferli sínum hingað til.
Athugasemdir
banner
banner
banner