Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 08. september 2024 16:06
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: ÍR felldi Gróttu - Stórsigur hjá toppliði ÍBV
Þróttur missir af umspili
Lengjudeildin
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Næstsíðustu umferð Lengjudeildar karla fyrir úrslitakeppnina var að ljúka rétt í þessu, þar sem ÍR felldi Gróttu niður um deild með 2-1 sigri.

Lestu um leikinn: ÍR 2 -  1 Grótta

Þetta eru afar dýrmæt stig fyrir ÍR í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni um sæti í Bestu deildinni. Breiðhyltingar eru í góðri stöðu eftir sigurinn en eiga erfiðan úrslitaleik framundan á útivelli gegn Aftureldingu í lokaumferðinni.

Renato Punyed og Bragi Karl Bjarkason skoruðu mörk ÍR á heimavelli í dag áður en Patrik Orri Pétursson gerði eina mark Gróttu til að minnka muninn, en það dugði ekki til. ÍR-ingar voru sterkari aðilinn og verðskulduðu sigurinn.

ÍR 2 - 1 Grótta
1-0 Renato Punyed Dubon '23
2-0 Bragi Karl Bjarkason '64
2-1 Patrik Orri Pétursson '73



ÍBV bætti stöðu sína þá á toppi deildarinnar með stórsigri gegn Grindavík, þar sem Vestmannaeyingar gerðu sér lítið fyrir og skoruðu sex mörk á heimavelli.

Lestu um leikinn: ÍBV 6 - 0 Grindavík

Hermann Þór Ragnarsson gerði fyrstu tvö mörkin, Bjarki Björn Gunnarsson gerði einnig tvennu og þá skoruðu Vicente Valor og Oliver Heiðarsson sitthvort markið í stórsigrinum.

ÍBV er með eins stigs forystu á toppi deildarinnar fyrir lokaumferðina, þar sem Eyjamenn munu heimsækja Leikni R. sem er þegar búinn að bjarga sér frá falli. Fjölnir situr í öðru sæti eftir sigur gegn Aftureldingu.

ÍBV 6 - 0 Grindavík
1-0 Hermann Þór Ragnarsson '21
2-0 Hermann Þór Ragnarsson '32
3-0 Vicente Valor '40
4-0 Bjarki Björn Gunnarsson '45
5-0 Oliver Heiðarsson '71
6-0 Bjarki Björn Gunnarsson '85



Dagur Ingi Axelsson og Máni Austmann Hilmarsson sáu um markaskorunina er Fjölnir sigraði Aftureldingu eftir hrikalega slæmt gengi síðustu vikna.

Lestu um leikinn: Fjölnir 2 - 0 Afturelding

Mosfellingar fengu sín færi í leiknum en Fjölnismenn verðskulduðu að lokum langþráðan sigur til að halda sér í baráttunni um Lengjudeildartitilinn.

Fjölnir er einu stigi á eftir ÍBV fyrir lokaumferðina en liðið á gríðarlega erfiðan útileik í Keflavík, þar sem Keflvíkingar munu ekki gefa neitt eftir enda sitja þeir í þriðja sæti og eru í harðri baráttu um umspilssæti.

Fjölnir 2 - 0 Afturelding
1-0 Dagur Ingi Axelsson '21
2-0 Máni Austmann Hilmarsson '45 , víti



Þór hafði þá betur gegn botnliði Dalvíkur/Reynis í grannaslag á Akureyri, þar sem fyrrum landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu.

Lestu um leikinn: Þór 2 - 0 Dalvík/Reynir

Staðan hélst 1-0 stærsta part leiksins þar sem hvorugu liði tókst að bæta næsta marki við fyrr en Rafael Victor innsiglaði sigur Þórsara undir lokin.

Dalvík var fallin niður í 2. deild fyrir þessa umferð en Þórsarar eru öruggir með sætið sitt í Lengjudeildinni.

Þór 2 - 0 Dalvík/Reynir
1-0 Aron Einar Gunnarsson '27 , víti
2-0 Rafael Victor '90



Að lokum mættust Þróttur R. og Leiknir R. í Laugardalnum, þar sem gestirnir úr Breiðholti komust í þriggja marka forystu á sex mínútna kafla í fyrri hálfleik.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 - 3 Leiknir R.

Omar Sowe setti tvennu áður en Róbert Hauksson bætti þriðja markinu við og leiddu Leiknismenn þægilega allt þar til á lokakaflanum þegar lifnaði yfir heimamönnum.

Mörk frá Birki Björnssyni og Kára Kristjánssyni dugðu þó ekki til að bjarga stigi og eru Þróttarar hér með úr leik í umspilsbaráttunni. Sigur hér hefði haldið veikri von á lífi, en Leiknismenn gerðu út um allar vonir Þróttara í dag.

Þróttur R. 2 - 3 Leiknir R.
0-1 Omar Sowe '22
0-2 Omar Sowe '26
0-3 Róbert Hauksson '28
1-3 Birkir Björnsson '80
2-3 Kári Kristjánsson '85
Athugasemdir
banner
banner