Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
   sun 08. september 2024 17:58
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin: Danir höfðu betur gegn Serbíu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Danmörk tók á móti Serbíu í 2. umferð Þjóðadeildarinnar í dag og úr varð tíðindalítill leikur.

Hvorugu liði tókst að skapa sér mikið af færum en Danir nýttu sín færi til hins ítrasta og skópu sigur.

Yussuf Poulsen var aðalmaðurinn fyrir Dani þar sem hann lagði upp fyrir Albert Gronbæk í fyrri hálfleik áður en hann innsiglaði sigurinn sjálfur með því að tvöfalda forystuna á 61. mínútu.

Lokatölur urðu 2-0 og eru Danir með sex stig eftir tvær fyrstu umferðirnar. Serbar eru án stiga.

Danmörk spilar næst við Evrópumeistarana frá Spáni í landsleikjaglugganum í október.

Liðin mættust í A-deild Þjóðadeildarinnar en það fóru einnig leikir fram í C- og D-deildunum í dag.

Belarús, Búlgaría og Slóvakía unnu leikina sína í C-deild á meðan Gíbraltar og Liechtenstein gerðu jafntefli eftir ótrúlega dramatískan uppbótartíma í D-deildinni. Hinn 17 ára gamli James Scanlon, sem leikur fyrir U18 lið Manchester United, hélt hann hefði gert sigurmarkið fyrir Gíbraltar, en svo reyndist ekki vera.

Danmörk 2 - 0 Serbía
1-0 Albert Gronbaek ('36 )
2-0 Yussuf Poulsen ('61 )

Lúxemborg 0 - 1 Belarús
0-1 Valeri Gromyko ('76 )

Slóvakía 2 - 0 Aserbaídsjan
1-0 Ondrej Duda ('22 , víti)
2-0 David Strelec ('26 )

Búlgaría 1 - 0 Norður-Írland
1-0 Kiril Despodov ('40 )

Gíbraltar 2 - 2 Liechtenstein
1-0 Liam Walker ('8 )
1-1 Ferhat Saglam ('53 )
1-1 Liam Walker ('82 , Misnotað víti)
2-1 James Scanlon ('97)
2-2 Nicolas Hasler ('104)
Athugasemdir
banner
banner
banner