Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
   mið 08. október 2014 17:00
Elvar Geir Magnússon
Alfreð Finnboga: Kunni spænskuna ekki fyrir
Elvar Geir Magnússon skrifar frá Lettlandi
Icelandair
Alfreð á æfingu Íslands í Ríga í dag.
Alfreð á æfingu Íslands í Ríga í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn skæði Alfreð Finnbogason er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn en hann var ekki með gegn Tyrkjum í fyrsta leik. Alfreð segist tilbúinn að byrja gegn Lettum.

„Það var erfitt að vera utan vallar síðast en samt gaman að sjá hve vel liðið spilaði. Það er mjög skemmtilegt að vera kominn aftur," segir Alfreð en er hann orðinn hátt í 100% klár eftir meiðslin?

„Það verður bara að koma í ljós þegar maður fær 90 mínútur. Ég hef komið inn sem varamaður í síðustu þremur leikjum og væri auðvitað ekki að koma inn nema mér liði vel. Líkaminn er góður og ég hef ekkert fundið fyrir öxlinni síðan ég byrjaði aftur að æfa."

„Ég er klár í að byrja gegn Lettum en eins og alltaf ráða þjálfararnir þessu. Við sjáum bara hvað gerist."

Alfreð gekk í sumar í raðir Real Sociedad og segir fyrstu kynni af félaginu og spænska boltanum vera mjög jákvæð.

„Allt í kringum liðið er mjög fagmannlegt. Þetta er stór klúbbur á Spáni og allt stærra en ég bjóst við. Þetta hefur verið fínt."

Eftir því var tekið á fréttamannafundi um daginn hversu góð spænskukunnátta Alfreðs er. Kunni hann spænskuna fyrir eða er hann svona fljótur að pikka þetta upp?

„Ég kunni spænskuna ekki fyrir. Ég kunni ítölskuna og mörg orð eru svipuð en ég fór bara í tíma og ef maður ætlar sér að læra eitthvað þá er það ekkert mál."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner