Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 08. október 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Alfreð: Vildi fá stöðugleika og njóta fótboltans
Alfreð fagnar marki í leik með Augsburg.
Alfreð fagnar marki í leik með Augsburg.
Mynd: Getty Images
Alfreð Finnbogason framlengdi í ágúst samning sinn við Augsburg til ársins 2022. Alfreð hefur spilað með Augsburg síðan 1. febrúar 2016 og kann vel við sig hjá þýska félaginu.

„Staðan var þannig að ég átti eitt ár eftir af samningi og við höfðum verið í viðræðum lengi um nýjan samning. Miðað við hvernig ástandið var búið að vera hjá mér, ég hafði verið meiddur, þá vildi ég fá stöðugleika og njóta fótboltans. Ég vil njóta þess að spila fótbolta aftur, vera á vellinum og taka þátt í velgengni Augsburg. Við höfum ekki byrjað tímabilið nógu vel en við þekkjum hvernig þessi botnbarátta virkar í Þýskalandi," sagði Alfreð en Augsburg er í 14. sæti af 18 liðum í þýsku Bundesligunni.

„Við höfum aldrei verið með eins góðan leikmannahóp og núna. Við fengum mjög góðar styrkingar og núna er verið að fínpússa og finna réttu blönduna sem virkar. Maður verður að vera bjartsýnn og vongóður á framhaldið."

Alfreð er kominn á fulla ferð eftir meiðsli en hann var þó ónotaður varamaður þegar Augsburg steinlá 5-1 gegn Gladbach um helgina.

„Það er ekki búið að ganga vel hjá liðinu í byrjun móts og þjálfarinn er að prófa eitt og annað. Þetta er hans ákvörðun. Ég kem bara ferskur til móts við landsliðið eftir helgarfrí," sagði Alfreð brosandi.

Hér að neðan má sjá viðtalið við Alfreð í heild sinni.
Alfreð: Vonandi eins og 98 nema við bætum við marki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner